Hreyfivika UMFÍ 29. maí - 4. júní 2017

Hreyfivika UMFÍ 2017 verður dagana 29. maí - 4. júní.

UMFÍ hvetur sambandsaðila og sveitarfélög til þess að gerast boðberar hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í samfélaginu, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í samfélaginu og standa fyrir viðburðum sem allir geta sótt.

Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Það getur verið opin íþróttaæfing fyrir alla, skipulagður göngutúr, frítt í sund eða harmonikkuball.

 

 

Á síðasta ári myndaðist afar skemmtileg stemning í mörgum sveitarfélögum í Hreyfiviku UMFÍ. Mjög margar skemmtilegar frásagnir voru sendar inn til UMFÍ með niðurstöðum dagsins. T.d. komu fregnir af því að fólk var mikið að bæta við sína venjulega metra, synda örlítið lengra en vaninn var. Eins komu sögur af fólki sem rifjaði upp sundtökin í stað þess eins að heimsækja heitapottinn. 
Efstu tíu sætin voru eftirfarandi árið 2016
  1. Rangárþing ytra (Hella) 487m á hvern íbúa. Samtals 401km.
  2. Hrísey 413m á hvern íbúa. Samtals 64km.
  3. Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) 268m á hvern íbúa. Samtals 257km.
  4. Húnaþing, Hvammstangi 184m á hvern íbúa. Samtals 102km
  5. Blönduós 166m á hvern íbúa. Samtals 132km.
  6. Dalvíkurbyggð 158m á hvern íbúa. Samtals 212km.
  7. Fjallabyggð 119m á hvern íbúa. Samtals 144km.
  8. Fjarðabyggð, Eskifjörður 116m á hvern íbúa. Samtals 124km.
  9. Stykkishólmur 115m á hvern íbúa. Samtals 134km. 
  10. Ölfus, Þorlákshöfn 95m á hvern íbúa. Samtals 124km.
* Úrslit voru reiknuð með því að deila syntum metrum á íbúafjölda sveitarfélagsins.

Meiri upplýsingar má finna hér.