97. Ársþing UMSS 14. mars 2014 - Nýr formaður

97. Ársþing UMSS var haldið 14. mars í Ljósheimum í boði Bílaklúbbs Skagafjarðar.

Nýr formaður var kosinn, Arnrún Halla Arnórsdóttir sem kemur frá Ungmennasambandi Hjalta. Hún er hjúkrunarfræðingur og móðir, búsett á Sauðárkróki og er með brennandi áhuga á íþróttamenningu. Hún telur mikilvægt að tala máli allra íþróttafélaga sem falla undir sambandið með eflingu innviða og samvinnu að leiðarljósi.

Aðrir í stjórn eru Gunnar Þór Gestsson varaformaður Ungmennafélaginu Tindastól, Sígríður Fjóla Viktorsdóttir gjaldkeri Hestamannafélagið Skagfirðingur, Þorvaldur Gröndal ritari Golfklúbbur Sauðárkróks og Þórunn Eyjólfsdóttir meðstjórnandi frá Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári.