Nóri skráningar- og greiðslukerfi

Kæru foreldrar, forráðamenn og íþróttaiðkendur.

Opnuð hefur verið ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Til að byrja með verður hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá UMF Tindastól í frjálsum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi. Einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sína iðkendur.

Hægt er að skipta upp greiðslum með greiðsluseðli (seðlagjöld koma á þessar greiðslur) og kreditkorti, eða staðgreiða með Maestro Debitkorti.

Skráning fer fram hér.

Leiðbeiningar um skráningar má finna hér.

Nánari upplýsingar á netfanginu umss@umss.is eða í síma 453 5460.