UMFÍ - Umræðupartý fyrir ungt fólk (18-30 ára)

 

UMFÍ mun standa fyrir umræðupartýi fyrir ungt fólk (18-30 ára) föstudaginn 3. febrúar þar sem rætt verður um stefnu UMFÍ og framtíðarsýn.

Umræðupartýið fer fram milli kl 17:00 – 19:30 í húsnæði UMFÍ í Reykjavík. Tilgangur partýsins er að ná fólki saman, bæði forystufólki innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungmennum. Jafnframt er markmiðið með partýinu að gefa ungmennum tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á það hvernig UMFÍ vinnur með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk.Ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára eru því sérstaklega hvött til þess að mæta með stjórnendum félaganna. Ungmennaráð UMFÍ mun sjá um að stýra stuðinu. Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur. UMFÍ styrkir ferðakostnað þeirra sem þurfa að ferðast lengra en 50km aðra leið til þess að taka þátt í umræðupartýinu. Athygli er vakin á því að aðeins ódýrasti ferðamátinn er endurgreiddur. Þátttakendur þurfa að skila inn kvittunum til þess að fá ferðakostnað endurgreiddan.Þeir sem hafa áhuga á að fara eru beðnir að hafa samband við skrifstofu UMSS umss@umss.is