Styrktar- og verkefnasjóðir

UMFÍ - Sjóðir

Fræðslu og verkefnasjóður (UMFÍ)

Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. 

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert. Umsóknir, á þar til gerðu eyðublaði, þurfa að berast fyrir 1. apríl vegna maí úthlutunar og fyrir 1. október vegna úthlutunar í nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Umhverfissjóður (UMFÍ)

Umhverfissjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. apríl ár hvert. Tilkynnt er um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni. 

 

Æskulýðssjóður (UMFÍ)

Æskulýðssjóður byggir á Æskulýðslögum (nr. 70/2007) og reglugerð um Æskulýðssjóð (nr. 60/22. janúar 2008). Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Fyrir börn og ungmenni, á aldrinum 6-25 ára. Allir þeir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög sæki um verkefni sem snúa að íþróttastarfsemi í þennan sjóð.

Skilyrði úthlutunar og forgangsatriði eru að verkefnin þurfa að falla að markmiðum laga um Æskulýðsfélög. Þar segir að með æskulýðsstarfi sé átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa né fasta viðburði í félagsstarfi svo sem þing, mót eða þess háttar atburði né ferðir hópa.

Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið  2016 verður lögð áhersla á umsóknir frá æskulýðsfélögum og æskulýðssamtökum sem lúta að fjölgun félagsmanna og eflingu innra starfs þeirra, mannréttindafræðslu, verkefnum sem er ætlað að vinna gegn einelti eða einsemd og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Það er úthlutað þrisvar á ári,  og umsóknafrestur er; 15. mars, 15. júní og 15. október.

 

Íþróttarsjóður (UMFÍ)

Styrkur fyrir öll íþrótta- og ungmennafélög, alla þá sem eru að starfa að íþróttamálum og útbreiðslu- og fræðsluverkefni á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.

Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta;

 1.  Sérstakra verkefna íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
 2. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna og skal einkum lögð áhersla á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;

  1. Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga
  2. Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi
  3. Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum
  4. Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu
 3. Íþróttarannsókna
 4. Verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2017.

 

Evrópa unga fólksins (UMFÍ)

Evrópa unga fólksins er rekin af UMFÍ í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. UMFÍ hefur séð um rekstur skrifstofunnar frá 2007 en árin 2007 - 2013 var ungmennaáætlun Evrópusambandsins, forveri Erasmus+, einmitt kölluð Evrópa unga fólksins.

Evrópa unga fólksins (EUF) er þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi. Hlutverk hennar er að veita styrki úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til verkefna í æskulýðsstarfi. Starfsfólk skrifstofunnar er tilbúið að aðstoða þá sem ætla að sækja styrki við að móta góð verkefni. Jafnframt er það tilbúið til þess að miðla þekkingu um æskulýðsstarf og óformlegt nám á Íslandi á ýmsa vegu.

Verkefni sem hægt er að sækja styrk til EUF eru ungmennaskiptiEVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfistefnumiðuð samstarfsverkefni, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Að auki er hægt að fá aðstoð vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.

Umsóknarfrestir eru 2. febrúar, 26. april og 4. október. Aðeins er tekið á móti umsóknum um stærri samstarfsverkefni sem miða að núsköpun í æskulýðsstarfi 26. apríl.  Sjá nánar hér.

 

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands - Ferðasjóður

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum. 

Styrkjum er úthlutað eftirá, í febrúar hvers árs, vegna keppnisferða ársins á undan.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum. 

Hægt er að nálgast umsóknar síðuna hér. (Umsóknafrestur er í byrjun janúar ár hvert).

 

Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ

Fyrir ungt og efnilegt Íþróttafólk - er ætlað að styðja ungt íþróttafólk á aldrinum 15-20 ára og verkefni þeirra sem stuðla að eflingu íþróttafólksins á braut sinni í átt að hámarksárangri.

Við mat á umsóknum leggur sjóðsstjórn til grundvallar almennt viðmið íþróttahreyfingarinnar um stöðu íþróttamanna og flokka í afreksstarfi. Einnig eru möguleikar einstaklinga og flokka á að ná framförum í íþrótt sinni metnir. Ungt og efnilegt íþróttafólk í einstaklings og hópíþróttum sem viðurkenndar eru af ÍSÍ teljast styrkhæfar. 

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Menningarsjóður KS

Menningarsjóður KS, hefur styrkt margskonar menningarstarfsemi í Skagafirði gegn um árin. Má þar nefna styrki til kóra og annarar tónlistarstarfsemi, leikfélaga, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og styrki til listamanna.

Ekki er auglýstur sérstakur tími þar sem óskað er eftir umsóknum, en oftast er úthlutað úr honum í desember og janúar, og síðan um mitt sumar.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Styrkir til atvinnuþróunnar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs, og stofn- og rekstarstyrkir til menningarstarfs. Umsóknatími auglýstur á vefsíðu og fréttamiðlum. Ein aðalúthlutun er fyrir árið 2017, en umsóknarfrestur rann út 29. nóvember 2016.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Landsvirkjun - Samfélagssjóður

Samfélagssjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 25. mars, júlí og nóvember ár hvert.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.  Nánari upplýsingar má finna hér.

Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða. Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki. 

 

Sjóvá

Sjóvá veitir ár­lega styrki til aðila sem vinna að ýmsum góðum mál­efnum í þágu sam­fé­lags­ins. Sjóvá kapp­kostar að þeir fjár­munir sem fara til styrkt­ar­mála styðji við hlut­verk og stefnu fé­lags­ins. Sjóvá mun því styðja við og styrkja verk­efni sem hafa fyrst og fremst for­varn­ar­gildi en auk þess styrkir fé­lagið ýmis góðgerðar­mál, íþrótta- og menn­ing­ar­starf.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Samfélagssjóður TM

TM styrkir ýmsa málaflokka, má þar nefna forvarnir, góðgerðarmál, íþróttir og menningu. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Lýðheilsusjóður - Embætti landlæknis

Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landslækni og lýðheilsu og reglugerð um lýðheilsusjóð.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 20 febrúar 2017. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Samskip

Samskip leggja margvíslegum málefnum lið á ári hverju, bæði góðgerðarmálum, menningarmálum og styrkja íþróttastarf á landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja fjölbreytta starfsemi er tengist landsbyggðinni. Við erum auk þess þátttakandi í ýmsum félagasamtökum er tengjast atvinnugreininni og leggja sitt af mörkum til að auka veg og virðingu hennar.

Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Eimskip

Eimskip leggur metnað sinn í að styrkja menntun, góðgerðamál og íþróttir. Sérstaklega er hugað að þeim er snúa að barna- og unglingastarfi. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

Norræna menningargáttin

Sjóðir sem styrkja ýmiskonar starfsemi á sviði menningar, menntamála og íþrótta.

Nánari upplýsingar má finna hér.