Íþróttamaður Skagafjarðar 2016

Gleðilegt nýtt íþróttaár

Þann 29. desember síðastliðinn fór fram hátíðlega athöfn í Húsi Frítímans, þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar 2016 var valinn, ásamt liði og þjálfara ársins. Einnig voru veittar viðurkenningar til ungra og efnilegra íþrótta pilta og stúlkna.

 

Pétur Rúnar Birgisson, var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2016.

Pétur átti frábært ár og er orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins, þrátt fyrir það að vera ungur að árum. Pétur hefur sýnt það, að þegar maður er tilbúinn í að leggja sig fram 100% í það sem maður ætlar sér þá uppsker maður eftir því. Pétur hefur undanfarin þrjú ár stýrt Tindastólsliðinu og staðið sig frábærlega í því hlutverki. Pétur lék einnig stórt hlutverk með U20-landsliðinu á árinu sem leið, en liðið vann sig upp í það að leika sem A-þjóð. Á þessu tímabili sem er hálfnað, er Pétur búinn að spila óaðfinnanlega fyrir liðið og leiðir deildina í flestum stoðsendingum, með  7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik ásamt því að skora  17,3 stig að meðaltali í leik. Einnig má nefna það að Pétur var valin í úrvalslið Dominos deildarinnar þann 16. des.  fyrir fyrri umferð deildarinnar.

 

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu, var valið Lið ársins 2016.

Meistaraflokkur karla lék í 3.deild árið 2016 og sigraði deildina með yfirburðum sem vöktu athygli víða.  Liðið hampaði Íslandsmeistaratitli og fékk bikarinn afhentan áður en leiktíðinni lauk, yfirburðirnir voru slíkir. Liðið lék 18 leiki á deildinni, tapaði fyrsta leik en sigraði síðan alla leikina sautján sem eftir voru, en þetta er ótrúlegt afrek í íslenskri knattspyrnusögu.  Þessi ótrúlegi árangur og velgengni náði langt út fyrir bæjarmörkin enda verður þetta líklega ekki leikið eftir í bráð.

 

Israel Martin var valinn Þjálfari ársins 2016.

Martin tók við liði meistaraflokk karla hjá körfuknattleiksdeildar Tindastóls í nóvember síðastliðinn, eftir að samkomulag var gert við Jose Maria Costa um að hann léti af störfum. Martin er nú í annað sinn yfirþjálfari félagsins og hefur byrjað alveg frábærlega. Liðið hefur verið á miklu flugi eftir að hann tók við og er á toppnum í deildinni. Martin þjálfar einnig unglingaflokk kvenna og er yfirþjálfari yngri flokka.

 

Eftirtaldir aðilar voru valin sem ungir og efnilegir íþróttamenn Skagafjarðar 2016.

 

Golfklúbbur Sauðárkróks; Bogi Sigurbjörnsson og Hildur Heba Einarsdóttir

 

Hestamannafélagið Skagfirðingur; Freydís Þóra Bergsdóttir, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Júlía Kristín Pálsdóttir

 

Ungmenna-/íþróttafélagið Smári; Ari Óskar Víkingsson og Berglind Gunnarsdóttir

 

Ungmennafélagið Neisti; Inga Sara Eiríksdóttir

 

Ungmennafélagið Tindastóll,

 

Frjálsíþróttadeild; Andrea Maya Chirikadzi

 

             Júdódeild; Tsvetan Tsvetanov Michevski

 

Knattspyrnudeild; Atli Dagur Stefánsson, Jón Grétar Guðmundsson, Kristrún María Magnúsdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir

 

Körfuknattleiksdeild; Eva Rún Dagsdóttir, Jón Gísli Eyland Gíslason, Ragnar Ágústsson og Telma Ösp Einarsdóttir       

 

             Skíðadeild; Stefán Jón Ólafsson