UFA mót í frjálsíþróttum 13 Apríl 2013

 

 

UFA mót í Boganum

Sunnudaginn 13. apríl 2014

 

Ungmennafélag Akureyrar býður til UFA móts í Boganum á Akureyri sunnudaginn 13. apríl kl. 10.45 – 16.00. Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk. Húsið opnar kl. 10.15.

 

Keppnisflokkar, keppnisgreinar

Endanlegur tímaseðill verður gefinn út í síðasta lagi að kvöldi föstudagsins 11. apríl.9 ára og yngri

Þrautabraut að hætti þjálfara UFA

 

10 - 11 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

12 – 13 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

14 - 15 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, Stangarstökk, kúluvarp og 600m.

 

16 ára og eldri

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, 600m

 

 

 Fyrirkomulag keppninnar

 

Hástökk og stangarstökk:                    

Hver keppandi má einungis fella sex sinnum í keppninni.

 

Kúluvarp og langstökk allir flokkar:

Í öllum aldursflokkum eru fjórar tilraunir á hvern keppanda.

 

Hlaupagreinar:

Í hlaupum gilda bestu tímar til sæta en ekki verða hlaupin úrslitahlaup.

 

Tímaseðill:

Keppni hefst kl. 10.45 og lýkur kl. 16.00

 

Verðlaun:

9 ára og yngri: Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku í þrautabrautinni. 

11 ára og eldri: Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverri grein í hverjum aldursflokki.

 

Skráning:                            

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.fri.is) eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 11. apríl.

 

Skráningargjald:

2000 kr á hvern keppanda 9 ára og yngri – innifalið: Pizzuveisla

2500 kr á hvern keppanda 10 ára og eldri – innifalið: Pizzuveisla

Skráningargjöld greiðist fyrirfram inn á reikning UFA: 0566-26-7701, Kt. 520692-2589. Kvittun sendist á sob@simnet.is

 

Óskað er eftir að hvert félag geri upp í einni heild fyrir keppendur sína.

 

Nánari upplýsingar:       

Nánari upplýsingar um mótið fást  sími –  8640964 (Sigurður Sigurðarsson)

                                                                                             

F.h. UFA  , formaður

Sigurður Sigurðarsson