Öldungamót 2014 tilkynning frá FRÍ

 Eldri & reyndari Frjálsíþróttamenn & hlauparar

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands vill vekja athygli á starfsemi öldungaráðs og keppnum í  flokkum eldri iðkenda á árinu 2014. Einstaklingar verða gjaldgengir í keppni í öldungaflokkum (masters); konur við 30 ára aldur en karlar við 35 ára aldur. Þegar flokkaskipting er ákvörðuð er miðað við fæðingardaginn.

Þau mót sem eru á döfinni hérlendis eru eftirfarandi:

Meistaramót Íslands, innahúss:                                               Laugardalshöll, fyrir hádegi 22. og 23.  febrúar*

Landsmót 50 ára og eldri:                                            Húsavík, 21. – 22. júní

Meistaramót Íslands, utanhúss:                                              Óstaðsett, 19. – 20. júlí*

Meistaramót Íslands, í lengri brautarhlaupum**             Hafnarfjörður, 10. / 11. september

                * Hægt er að skrá sig á staðnum

                ** Konur 5000m, karlar 10000m

Allir, frjálsíþróttamenn eða götuhlauparar, reyndir og óreyndir, eru velkomnir á þessi mót, þrátt fyrir að vera ekki skráður í tiltekið félag eða héraðssamband og má þá skrá sig til keppni á staðnum.

Á erlendum vetvangi eru eftirfarandi mót á dagskránni en á hverju ári fara Íslendingar til keppni á þessum stórmótum.

Norðurlandameistaramótið innanhúss                                 Haugasund , Noregi, 7. - 9. mars

Heimsmeistaramótið innanhúss                                              Budapest, Ungverjaland, 25. – 30.  mars             

Evrópumeistaramótið utanhúss                                              Izmir, Tyrklandi, 22. - 31. ágúst

 

Öldungaráð hvetur áhugasama til að hafa samband við formann öldungaráðs Trausta Sveinbjörnsson tera@simnet.is eða neðangreind, vegna nánari upplýsinga um starfsemi öldungaráðs og málefni því tengdu. Nánari upplýsingar um starfsemi Frjálsíþróttasambands Íslands má finna á www.fri.is og upplýsingar um mót má finna á www.fri.is / mót

Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands

Trausti Sveinbjörnsson, formaður

Friðrik Þór Óskarsson, meðstjórnandi

Fríða Rún Þórðardóttir, ritari

Hafsteinn Óskarsson,  varaformaður

Jón Bjarni Bragason, meðstjórnandi

Óskar Hlynsson, gjaldkeri, umsjón með vef

Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands