MOVE WEEK - UMFÍ hvetur alla til að taka þátt

Vertu með ;) ...skráðu viðburð inn á www.nowwemove.com sýnum Evrópu hvað við gerum best;)
Getur skráð nýja viðburði – skráð starfið sem er í gangi – haldið úti alvöru MOVE WEEK hjá þínu félagi og haft starf fyrir alla aldurshópa;)
Opnar æfingar – opið hús – frítt í sund – foreldrar boðnir á æfingar til að kynna sér starfið og taka þátt – gönguferðir – kynningar á íþróttum fyrir eldri borgara – fjallgöngur – gamlir leikir kynntir fyrir börnum og fleira og fleira ;) Eitthvað fyrir alla ....
 
UMFÍ tekur þátt í MOVE WEEK.
Framtíðarsýn “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020”.
 
Hreyfivikan "MOVE WEEK" er árleg Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Fyrsta ár herferðarinnar var 2012 en þá tóku einstaklingar, stofnanir og borgir um alla Evrópu þátt í stórum stíl með því að hvetja til þátttöku í hreyfingu og íþróttum. Fyrsta herferðin fór fram vikuna 1.-7.október en þá voru haldnir yfir 100 viðburðir í 23 löndum með yfir 140.000 þúsund þátttakendum. Á Íslandi voru haldnir um 30 viðburðir um allt land og þátttakendur nokkur hundruð.
 
ISCA vinnur með mörgum grasrótarsamtökum um allan heim að þessu markmiði. Meginmarkið að hálfu ISCA er að efla samstarf ólíkra hópa með það að markmiði að auka þátttöku almennings í hreyfingu og íþróttum.
 
Markmið herferðarinnar:
 
          I.     Efla almenna vitund Evrópubúa um kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum.
 
        II.     Auka tækifæri og aðgengi almennings til þátttöku í hreyfingu og íþróttum með því að finna nýjar leiðir eða auka vægi og aðgengi almennings að starfi sem fyrir er.
 
      III.     Virkja sjálfbæra hugsun og grasrótarsamtök og fá stuðning aðila eins og UMFÍ til að efla starfið hverju sinni.
 
 
Þátttakendur og skipuleggjendur viðburða fá send armbönd – límmiða og boli á þá sem sjá um viðburði hverju sinni.
Kær kveðja/best regards
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ / National Representative
Ungmennafélag Íslands / Icelandic Youth Association
Sigtún 42, 105 Reykjavík
sími 540-2905  gsm 898-2279 
sabina(hjá)umfi.is  www.umfi.is