Meistaramót Íslands í Frjálsíþróttum í öldungaflokki 20-21 Júlí 2013

 MÍ öldunga í frjálsíþróttum

20.-21. júlí 2012
Meistaramót Íslands í öldungaflokkum verður haldið á Sauðárkróksvelli dagana 20. – 21. júlí nk. í umsjón UMSS.
Hver aldursflokkur tekur yfir 5 ár. Yngsti flokkur karla og kvenna er 35 – 39 ára og næsti 40 – 44 ára o.s.frv.
1. Uppgjör: Þátttökugjald er kr. 750.- á grein. Þátttökugjald skal greiða áður en keppni hefst á laugardegi. Vinsamlega greiðið þátttökugjöld inn á reikning Frjálsíþróttaráðs UMSS í síðasta lagi föstudaginn 19. júlí og framvísið staðfestingu á greiðslu á tæknifundi eða með því að senda kvittun með tölvupósti á frjalsar@tindastoll.is reikningsnúmerið er 0310-26-6702 kt: 670269-0359. Hægt er að greiða þátttökugjöld á staðnum, þá kr. 1.000 á grein. Ekki er tekið greiðslum með posa.
2. Félagsbúningar og keppnisnúmer. Keppendur eiga að klæðast félagsbúningi sínum í keppni og bera keppnisnúmer sitt að framan nema í stangarstökki og hástökki þá er heimilt að hafa þau aftan á keppnisbúningi.
3. Áhorfendasvæði og keppnissvæði.Einungis keppendum er heimilt að vera inni á keppnissvæði og er þjálfurum og aðstoðarfólki bent á að vera staðsett utan vallar.
4. Nafnakall fer fram í Möninni áhaldageymslu vallarsins utan við völlinn.
Með ósk um gott samstarf.
Frjálsíþróttaráð UMSS
Sigurjón Leifsson