Meistaramót Íslands í Fjölþrautum 20-21 Júlí 2013

 Meistaramóts Íslands í fjölþrautum

20.-21. Júlí 2013 á Sauðárkróksvelli í boði
UMSS
Tugþraut: keppnisflokkar: karlar 20 ára og eldri, piltar 18-19ára, piltar 16-17ára.
Sjöþraut: keppnisflokkar: konur 18 ára og eldri, stúlkur 16 – 17ára.
Helstu upplýsingar
1. Skráningar. Félög skulu skrá keppendur í mótaforriti FRÍ; www.mot.fri.is Skráningarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 17. júlí. Hægt er að bæta við skráningum til
kl. 11:00 föstudaginn 19. júlí, gegn þreföldu skráningargjaldi.
2. Skráningargjald er 7.500 kr. á hvern keppanda í karla og kvennaflokkum og piltaflokki 18 – 19 ára í tugþraut og sjöþraut en 3.750 fyrir 16 – 17 ára stúlkur.
3. Uppgjör. Þátttökugjald skal greiða áður en keppni hefst á laugardegi. Vinsamlega greiðið þátttökugjöld inn á reikning Frjálsíþróttaráðs UMSS í síðasta lagi föstudaginn 19. júlí og framvísið staðfestingu á greiðslu á tæknifundi eða með því að senda kvittun með tölvupósti á frjalsar@tindastoll.is. Reikningsnúmerið er: 0310-26-6702, kt.: 670269-0359.
4. Félagsbúningar og keppnisnúmer. Keppendur eiga að klæðast félagsbúningi sínum í keppni og bera keppnisnúmer sitt að framan nema í stangarstökki og hástökki þá er heimilt að hafa þau aftan á keppnisbúningi.
5. Áhorfendasvæði og keppnissvæði. Einungis keppendum er heimilt að vera inni á keppnissvæði og er þjálfurum og aðstoðarfólki bent á að vera staðsett utan vallar.
6. Nafnakall fer fram í Möninni áhaldageymslu vallarsins utan við völlinn. Tugþraut og sjöþraut: nafnakall 30mín. fyrir fyrstu grein. Gengið inn á völlinn 25 mín. fyrir fyrstu grein.
7. Keppni
Keppnisgreinar og fyrirkomulag keppninnar:
Laugardagur Tugþraut karla, pilta 18-19ára og 16-17ára: 100m, langstökk, kúluvarp, hástökk, 400m hlaup. Sjöþraut kvenna og stúlkna 16-17ára: 100m grind, hástökk, kúluvarp, 200m
Sunnudagur Tugþraut karla, pilta 18-19ára og 16-17ára: 110m grind, kringla, stöng, spjótkast, 400m hlaup. Sjöþraut kvenna og stúlkna 16-17ára: langstökkk, spjótkast, 800m
Eftir hverja grein í tugþraut og sjöþraut er svo lögboðinn hvíldartími 30 mín.
8. Áhöld. Mótshaldari leggur til öll áhöld en þeir keppendur sem óska eftir að keppa með
eigin áhöldum þurfa að leggja þau inn hjá mótsstjórn á laugardagsmorgun kl. 09:30 á
Sauðárkróksvelli. Keppt verður með kastáhöldum viðkomandi flokka, sem og tilheyrandi
hæðum grinda í hverjum flokki. Hægt er að sjá nýjar reglugerðir um þyngdir kastáhalda og
hæðir grinda á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins http://fri.is/sida/log-og-reglur.
9. Afskráningar. Keppendur sem ekki tilkynna þátttöku á tilsettum tíma við nafnakall verða
skráðir úr keppninni. Verði afskráningar miklar áskilur mótshaldari sér rétt til að breyta
tímaseðli.
10. Mótsstjóri er Sigurjón Leifsson formaður frjálsíþróttadeildar Tindastólls, sími 863-3962
netfang: frjalsar@tindastoll.is
11. Verðlaun. Fyrstu þrír í hverri grein vinna til verðlauna þ.e. í tugþraut og sjöþraut í öllum
flokkum,
12. Tæknifundur verður haldinn laugardaginn 20 Júlí nánari tímasetning auglýst seinna.
13. Yfirdómari er Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, tilnefndur af FRÍ.
14. Búningsaðstaða er í Íþróttahúsi Sauðárkróks.
15. Gisting: Hægt verður að gista í Húsi frítímans Sæmundargötu 7b Sauðárkróki. Þar er
eldavél, ísskápur, borðbúnaður, o.fl. Gist er í einu rými. Hafa þarf með sér dýnur og
svefnpoka/sæng. Verð er krónur 500 fyrir nóttina á einstakling og greiðist með
þátttökugjöldum. Pöntun á gistingu er hægt að senda fyrir kl. 24:00 fimmtudagskvöldið 18.
júlí á netfangið frjalsar@tindastoll.is
6. Tímaseðill: Endanlegur tímaseðill verður uppfærður þegar skráningar liggja fyrir og
kynntur á mótaforriti.
Með ósk um gott samstarf.
Frjálsíþróttaráð UMSS
Sigurjón Leifsson