Fréttir

Fréttasíður UMSS

Skráningar á 15. Unglingalandsmót UMFÍ

 Opnað hefur verið á skráningu á 15. Unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Höfn dagana 2-4 Ágúst

hér er slóðinn til skráningu  http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/

ef vandamál koma upp vegna skráningu er hægt að hafa samband við skrifstofu UMSS í síma 453-5460

og á netfangið umss@simnet.is 

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu UMFÍ  síma 568-2929

Nánari upplýsingar verða birtar seinna

 

MÍ fjölþraut og MÍ öldunga 20-21 júlí úrslit mótana

 Hér eru úrslit Meistaramótana sem UMSS var með helgina 20-21 Júlí

Fjölþraut:  

Karlar:                        Stefán Þór Jósefsson           UFA                       5251 stig

Piltar: 18- 19 ára        Krister Blær Jónsson            Breiðablik              5069 stig

Konur:                         Hadda Borg Björnsdóttir              HSS              2458 stig

                                   Sigríður D. Þórólfsdóttir                 HSS            1434 stig

Stúlkur: 16- 17 ára       Ásgerður Jana Ágústsdóttir        UFA              4810 stig

                                     Þóranna  Ó. Sigurjónsdóttir      UMSS             4038 stig (héraðsmet í flokki 16-17 ára stúlkna )

Úrslit í MÍ öldunga

http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2123.htm

 

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2013 á Sauðárkróki

 Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2013 verður starfræktur dagana 22-26 Júlí. 2013

Dagskrá og minnisatriði hafa verið send foreldrum/forráðamönnum þáttakenda í tölvupósti

Þjálfarar verða Árni Geir Sigurbjörnsson og honum til aðstoðar er Gunnar Sigurðsson . Árni Geir hefur verið með skólann sl fjögur ár og Gunnar Sigurðsson hefur verið starfandi frjálsíþróttaþjálfari sl 25 ár.

Skipuleggjari skólans er framkvæmdastjóri UMSS.  Dúfa Ásbjarnardóttir hægt er að senda henni fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið  umss@simnet.is . 

 

 

 

Meistaramót Íslands í Frjálsíþróttum í öldungaflokki 20-21 Júlí 2013

 MÍ öldunga í frjálsíþróttum

20.-21. júlí 2012
Meistaramót Íslands í öldungaflokkum verður haldið á Sauðárkróksvelli dagana 20. – 21. júlí nk. í umsjón UMSS.
Hver aldursflokkur tekur yfir 5 ár. Yngsti flokkur karla og kvenna er 35 – 39 ára og næsti 40 – 44 ára o.s.frv.
1. Uppgjör: Þátttökugjald er kr. 750.- á grein. Þátttökugjald skal greiða áður en keppni hefst á laugardegi. Vinsamlega greiðið þátttökugjöld inn á reikning Frjálsíþróttaráðs UMSS í síðasta lagi föstudaginn 19. júlí og framvísið staðfestingu á greiðslu á tæknifundi eða með því að senda kvittun með tölvupósti á frjalsar@tindastoll.is reikningsnúmerið er 0310-26-6702 kt: 670269-0359. Hægt er að greiða þátttökugjöld á staðnum, þá kr. 1.000 á grein. Ekki er tekið greiðslum með posa.
2. Félagsbúningar og keppnisnúmer. Keppendur eiga að klæðast félagsbúningi sínum í keppni og bera keppnisnúmer sitt að framan nema í stangarstökki og hástökki þá er heimilt að hafa þau aftan á keppnisbúningi.
3. Áhorfendasvæði og keppnissvæði.Einungis keppendum er heimilt að vera inni á keppnissvæði og er þjálfurum og aðstoðarfólki bent á að vera staðsett utan vallar.
4. Nafnakall fer fram í Möninni áhaldageymslu vallarsins utan við völlinn.
Með ósk um gott samstarf.
Frjálsíþróttaráð UMSS
Sigurjón Leifsson
Syndicate content