Fréttir

Fréttasíður UMSS

Bronsleikar ÍR 2013

Kæru félagar
ÍR býður til Bronsleika ÍR í fjórða sinn. Leikarnir eru sem fyrr fjölþrautamót fyrir börn 10 ára og yngri og haldið til að minnast bronsverðlauna Völu Flosadóttur á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Allar upplýsinar um leikana er að finna á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar ÍR. 
 
Myndir og ýmislegt skemmtilegt er einnig að finna inn á Facebooksíðu leikanna.
--
Með bestu kveðju
Margrét Héðinsdóttir, formaður
Frjálsíþróttadeildar ÍR
8212172
www.ir.is/frjalsar

Stjórn UMSS

48. Bikarkeppni FRÍ 2013

48. Bikarkeppni FRÍ verður haldin helgina 30 ágúst til 1 sept. 2013

UMSS keppir með sameigulegu liði UFA, UMSE, HSÞ keppt er undir merkjum Norðurlands

keppendur eru  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/nafnaskraib2157.htm

 

MOVE WEEK - UMFÍ hvetur alla til að taka þátt

Vertu með ;) ...skráðu viðburð inn á www.nowwemove.com sýnum Evrópu hvað við gerum best;)
Getur skráð nýja viðburði – skráð starfið sem er í gangi – haldið úti alvöru MOVE WEEK hjá þínu félagi og haft starf fyrir alla aldurshópa;)
Opnar æfingar – opið hús – frítt í sund – foreldrar boðnir á æfingar til að kynna sér starfið og taka þátt – gönguferðir – kynningar á íþróttum fyrir eldri borgara – fjallgöngur – gamlir leikir kynntir fyrir börnum og fleira og fleira ;) Eitthvað fyrir alla ....
 
UMFÍ tekur þátt í MOVE WEEK.
Framtíðarsýn “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020”.
 
Hreyfivikan "MOVE WEEK" er árleg Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Fyrsta ár herferðarinnar var 2012 en þá tóku einstaklingar, stofnanir og borgir um alla Evrópu þátt í stórum stíl með því að hvetja til þátttöku í hreyfingu og íþróttum. Fyrsta herferðin fór fram vikuna 1.-7.október en þá voru haldnir yfir 100 viðburðir í 23 löndum með yfir 140.000 þúsund þátttakendum. Á Íslandi voru haldnir um 30 viðburðir um allt land og þátttakendur nokkur hundruð.
 
ISCA vinnur með mörgum grasrótarsamtökum um allan heim að þessu markmiði. Meginmarkið að hálfu ISCA er að efla samstarf ólíkra hópa með það að markmiði að auka þátttöku almennings í hreyfingu og íþróttum.
 
Markmið herferðarinnar:
 
          I.     Efla almenna vitund Evrópubúa um kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum.
 
        II.     Auka tækifæri og aðgengi almennings til þátttöku í hreyfingu og íþróttum með því að finna nýjar leiðir eða auka vægi og aðgengi almennings að starfi sem fyrir er.
 
      III.     Virkja sjálfbæra hugsun og grasrótarsamtök og fá stuðning aðila eins og UMFÍ til að efla starfið hverju sinni.
 
 
Þátttakendur og skipuleggjendur viðburða fá send armbönd – límmiða og boli á þá sem sjá um viðburði hverju sinni.
Kær kveðja/best regards
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ / National Representative
Ungmennafélag Íslands / Icelandic Youth Association
Sigtún 42, 105 Reykjavík
sími 540-2905  gsm 898-2279 
sabina(hjá)umfi.is  www.umfi.is

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

 Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram á Kópavogsvelli sunnudaginn 25. ágúst. 

Þátttaka var frábærlega góð, 12 lið komu frá öllum landshlutum, sex lið af höfuðborgarsvæðinu og sex af landsbyggðinni.  Það var sérstaklega gaman að sjá Vestlendinga mæta aftur til leiks, nú undir nafni “SamVest”, en frekar dauft hefur verið yfir frjálsíþróttastarfinu á Vesturlandi allra síðustu ár.

 

Í heildarstigakeppninni sigraði FH-A með 188 stig, Breiðablik varð í 2. sæti með 176 stig og HSK í 3. sæti með 171,5 stig.  Lið UMSS hafnaði í 8. sæti með með 116,5 stig. Bestum árangri Skagfirðinganna náði Haukur Ingvi Marinósson sem varð í 2. sæti í kringlukasti og 3. sæti í kúluvarpi.

 

heimild tindastoll.is 

MÍ - aðalhluti í frjálsíþróttum á Akureyri 27. - 28. júlí.

 Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 2013, aðalhluti,  fer fram á Akureyri helgina 27.- 28. júlí.

 

Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppir á mótinu, í þeirra hópi eru 6 Skagfirðingar.

þeir eru

Björn Margeirsson
1075
1979
Daníel Þórarinsson
1076
1994
Ísak Óli Traustason
1077
1995
Jóhann Björn Sigurbjörnsson
1078
1995
Sveinbjörn Óli Svavarsson
1079
1997
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir
1074
1996

 

Keppnin hefst kl. 10:30 og lýkur um kl. 16:00 báða dagana.

 

 

Fylgjast má með hér fyrir neðan:

 

 

 

TÍMASEÐILL,

 

 

KEPPENDALISTAR,

 

 

ÚRSLIT !

 

Heimild tindastoll.is

Syndicate content