Fréttir

Fréttasíður UMSS

Íþróttamaður Skagafjarðar 2016

Gleðilegt nýtt íþróttaár

Þann 29. desember síðastliðinn fór fram hátíðlega athöfn í Húsi Frítímans, þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar 2016 var valinn, ásamt liði og þjálfara ársins. Einnig voru veittar viðurkenningar til ungra og efnilegra íþrótta pilta og stúlkna.

 

Pétur Rúnar Birgisson, var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2016.

Pétur átti frábært ár og er orðinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum landsins, þrátt fyrir það að vera ungur að árum. Pétur hefur sýnt það, að þegar maður er tilbúinn í að leggja sig fram 100% í það sem maður ætlar sér þá uppsker maður eftir því. Pétur hefur undanfarin þrjú ár stýrt Tindastólsliðinu og staðið sig frábærlega í því hlutverki. Pétur lék einnig stórt hlutverk með U20-landsliðinu á árinu sem leið, en liðið vann sig upp í það að leika sem A-þjóð. Á þessu tímabili sem er hálfnað, er Pétur búinn að spila óaðfinnanlega fyrir liðið og leiðir deildina í flestum stoðsendingum, með  7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik ásamt því að skora  17,3 stig að meðaltali í leik. Einnig má nefna það að Pétur var valin í úrvalslið Dominos deildarinnar þann 16. des.  fyrir fyrri umferð deildarinnar.

 

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu, var valið Lið ársins 2016.

Meistaraflokkur karla lék í 3.deild árið 2016 og sigraði deildina með yfirburðum sem vöktu athygli víða.  Liðið hampaði Íslandsmeistaratitli og fékk bikarinn afhentan áður en leiktíðinni lauk, yfirburðirnir voru slíkir. Liðið lék 18 leiki á deildinni, tapaði fyrsta leik en sigraði síðan alla leikina sautján sem eftir voru, en þetta er ótrúlegt afrek í íslenskri knattspyrnusögu.  Þessi ótrúlegi árangur og velgengni náði langt út fyrir bæjarmörkin enda verður þetta líklega ekki leikið eftir í bráð.

 

Israel Martin var valinn Þjálfari ársins 2016.

Martin tók við liði meistaraflokk karla hjá körfuknattleiksdeildar Tindastóls í nóvember síðastliðinn, eftir að samkomulag var gert við Jose Maria Costa um að hann léti af störfum. Martin er nú í annað sinn yfirþjálfari félagsins og hefur byrjað alveg frábærlega. Liðið hefur verið á miklu flugi eftir að hann tók við og er á toppnum í deildinni. Martin þjálfar einnig unglingaflokk kvenna og er yfirþjálfari yngri flokka.

 

Eftirtaldir aðilar voru valin sem ungir og efnilegir íþróttamenn Skagafjarðar 2016.

 

Golfklúbbur Sauðárkróks; Bogi Sigurbjörnsson og Hildur Heba Einarsdóttir

 

Hestamannafélagið Skagfirðingur; Freydís Þóra Bergsdóttir, Herjólfur Hrafn Stefánsson og Júlía Kristín Pálsdóttir

 

Ungmenna-/íþróttafélagið Smári; Ari Óskar Víkingsson og Berglind Gunnarsdóttir

 

Ungmennafélagið Neisti; Inga Sara Eiríksdóttir

 

Ungmennafélagið Tindastóll,

 

Frjálsíþróttadeild; Andrea Maya Chirikadzi

 

             Júdódeild; Tsvetan Tsvetanov Michevski

 

Knattspyrnudeild; Atli Dagur Stefánsson, Jón Grétar Guðmundsson, Kristrún María Magnúsdóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir

 

Körfuknattleiksdeild; Eva Rún Dagsdóttir, Jón Gísli Eyland Gíslason, Ragnar Ágústsson og Telma Ösp Einarsdóttir       

 

             Skíðadeild; Stefán Jón Ólafsson

 

                              

 

               

 

Skráning á unglingalandsmót 2014

UFA mót í frjálsíþróttum 13 Apríl 2013

 

 

UFA mót í Boganum

Sunnudaginn 13. apríl 2014

 

Ungmennafélag Akureyrar býður til UFA móts í Boganum á Akureyri sunnudaginn 13. apríl kl. 10.45 – 16.00. Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk. Húsið opnar kl. 10.15.

 

Keppnisflokkar, keppnisgreinar

Endanlegur tímaseðill verður gefinn út í síðasta lagi að kvöldi föstudagsins 11. apríl.9 ára og yngri

Þrautabraut að hætti þjálfara UFA

 

10 - 11 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

12 – 13 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

14 - 15 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, Stangarstökk, kúluvarp og 600m.

 

16 ára og eldri

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, 600m

 

 

 Fyrirkomulag keppninnar

 

Hástökk og stangarstökk:                    

Hver keppandi má einungis fella sex sinnum í keppninni.

 

Kúluvarp og langstökk allir flokkar:

Í öllum aldursflokkum eru fjórar tilraunir á hvern keppanda.

 

Hlaupagreinar:

Í hlaupum gilda bestu tímar til sæta en ekki verða hlaupin úrslitahlaup.

 

Tímaseðill:

Keppni hefst kl. 10.45 og lýkur kl. 16.00

 

Verðlaun:

9 ára og yngri: Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku í þrautabrautinni. 

11 ára og eldri: Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverri grein í hverjum aldursflokki.

 

Skráning:                            

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.fri.is) eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 11. apríl.

 

Skráningargjald:

2000 kr á hvern keppanda 9 ára og yngri – innifalið: Pizzuveisla

2500 kr á hvern keppanda 10 ára og eldri – innifalið: Pizzuveisla

Skráningargjöld greiðist fyrirfram inn á reikning UFA: 0566-26-7701, Kt. 520692-2589. Kvittun sendist á sob@simnet.is

 

Óskað er eftir að hvert félag geri upp í einni heild fyrir keppendur sína.

 

Nánari upplýsingar:       

Nánari upplýsingar um mótið fást  sími –  8640964 (Sigurður Sigurðarsson)

                                                                                             

F.h. UFA  , formaður

Sigurður Sigurðarsson

 

Landsmót UMFÍ 50 ára +. 2014

 

Landsmót UMFÍ 50 ára +

á Húsavík í júní

Landsmót UMFÍ, fyrir 50 ára og eldri, verður haldið á Húsavík, helgina 20.- 22. júní í sumar. 

Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði UMFÍ, að Víðigrund 5 á Sauðárkróki, miðvikudaginn 26. mars kl. 16:30.

Sigurður Guðmundsson, fulltrúi UMFÍ, mun fara yfir málin.  Hann gefur allar upplýsingar um keppnisgreinar og afþreyingu, og tekur við leiðbeiningum og óskum.

tindastoll.is

94.Ársþing Ungmennasamband Skagafjarðar

 94. ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar.

verður haldið Sunnudaginn 2. Mars og hefst kl: 13:00

Þingið verður haldið í Felagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi í boði hestamannafélagsins Svaða

 

Syndicate content