Fréttir

Fréttasíður UMSS

Héraðsmót í sundi 30. maí - 26/5/2003

Héraðsmót í sundi verður 30. maí kl 19:30 í sundlaug Sauðárkróks. Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði karla og kvenna: 200 m fjórsund, 100 m bringusund, 100 m baksund, 100 m flugsund, 100 m skriðsund og 500 m skriðsund.

Góður árangur á vormóti ÍR - 24/5/2003

Öflugt frjálsíþróttalið UMSS hefur ekki verið aðgerðarlaust í vor. Frjálsíþróttafólkið hefur keppt á sterkum vormótum og verið að undirbúa sig af kappi fyrir sumarið. Vormót ÍR var í Reykjavík 22. maí og stóð okkar fólk sig þar með stakri prýði.

Unglingalandsmót á Ísafirði - 19/5/2003

Samkvæmt nýútkominni áfangaskýrslu unglingalandsmóts UMFÍ gengur undirbúningur vel. Mótið sem haldið verður á Ísafirði næstkomandi verslunarmannahelgi, 1.-3. ágúst er í fyrsta skipti opið unglingum upp að 18 ára aldri. Allir unglingar á aldrinum 11-18 ára mega taka þátt og eru aldursflokkarnir 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára.

Göngum um Ísland - 19/5/2003

Í júní mun verkefnið Göngum um Ísland, hefjast að nýju, en Ungmennafélag Íslands með stuðningi Heilbrigðisráðuneytisins, stóð fyrir verkefninu síðast liðið sumar við góðar undirtektir.

Ráðning framkvæmdastjóra - 17/5/2003

Haraldur Þór Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri UMSS fyrir sumarið 2003 og byrjar hann formlega að starfa frá og með 1. júní.

Syndicate content