Fréttir

Fréttasíður UMSS

Unglingalandsmót UMFÍ á Egilstöðum 3.- 6. ágúst 2017

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. 

Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst. 

Á Egilsstöðum er ljómandi góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar og mörg keppnissvæði liggja mjög þétt.

 

Upplýsingar um keppnisgreinar og reglur þeirra má finna hér

Dagskrá móts má finna hér

Afþreyingardagskrá má finna hér

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 18. júní 2017

Hægt er að taka þátt í hlaupinu á eftirfarandi stöðum í Skagafirði.
 
Sauðárkrókur  

Hlaupið verður frá Sund­laug Sauðár­króks kl. 10:00 18.júní 

2,5 km, 5 km og 7 km 
Forskráning fer fram í Þrek­sport 

Frítt í sund að loknu hlaupi
 
Hofsós

Hlaupið verður frá Sundlauginn í Hofsós kl. 11:00 18. júní

1,5 km og 3,5 km   Forskráning hjá Auði Björk í síma 867-2216

Frítt í sund að loknu hlaupi


Hólar í Hjaltadal

Hlaupið frá Hóla­skóla - há­skól­anum á Hólum kl. 10:30 18.júní

2,5 km og 4,0 km   Forskráning hjá Sillu í síma 865 3582 eða á net­fangið silla@gsh.is

Ferðaþjón­ustan á Hólum býður þátt­tak­endum í sund að hlaupi loknu
 
Varmahlíð

Hlaupið verður frá sund­laug­inni í Varmahlíð kl.11:00 18.júní

2,5 og 5 km     Forskráning hjá Stef­aníu Fjólu í síma 866 4775 eða heima á Birki­mel 12

Frítt í sund að loknu hlaupi
 
 
Skráum alla fjölskylduna í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017

 

Landsmót UMFÍ 50+ Hveragerði

23. - 25. júní 2017 í Hveragerði.

Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Mótið hefst föstudaginn 23. júní og lýkur eftir hádegi, sunnudaginn 25. júní.

Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 og því verðu þetta í 7. sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið. UMFÍ hefur úthlutað mótinu til HSK sem er mótshaldari að þessu sinni. Hveragerðisbær er bakhjarl mótsins og kemur að undirbúningi og framkvæmd mótsins á margan hátt.

Fleiri upplýsingar um mótið má finna hér.

Sjáumst í Hveragerði!

Hjólað í vinnuna 3.-23. maí

Hjólað í vinnuna fer fram dagana 3.-23.maí, það er Almenningsíþróttasvið Íþrótta og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem heldur utan um verkefnið.

En ÍSÍ hvetur fólk til þess að skrá sig í Hjólað í vinnuna. Glæsilegir vinningar frá Erninum verða dregnir út í Popplandi daglega á meðan á verkefninu stendur.

Hér má sjá upplýsingar um skráningu: http://www.hjoladivinnuna.is/…/hvernig-skrai-eg-mig-til-le…/

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar og skráningarblöð sem hægt er að prenta út og hengja upp t.d. á kaffistofunni http://www.hjoladivinnuna.is/um-hjol…/efni-til-ad-prenta-ut/

 

 

Hreyfivika UMFÍ 29. maí - 4. júní 2017

Hreyfivika UMFÍ 2017 verður dagana 29. maí - 4. júní.

UMFÍ hvetur sambandsaðila og sveitarfélög til þess að gerast boðberar hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í samfélaginu, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í samfélaginu og standa fyrir viðburðum sem allir geta sótt.

Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Það getur verið opin íþróttaæfing fyrir alla, skipulagður göngutúr, frítt í sund eða harmonikkuball.

 

 

Á síðasta ári myndaðist afar skemmtileg stemning í mörgum sveitarfélögum í Hreyfiviku UMFÍ. Mjög margar skemmtilegar frásagnir voru sendar inn til UMFÍ með niðurstöðum dagsins. T.d. komu fregnir af því að fólk var mikið að bæta við sína venjulega metra, synda örlítið lengra en vaninn var. Eins komu sögur af fólki sem rifjaði upp sundtökin í stað þess eins að heimsækja heitapottinn. 
Efstu tíu sætin voru eftirfarandi árið 2016
  1. Rangárþing ytra (Hella) 487m á hvern íbúa. Samtals 401km.
  2. Hrísey 413m á hvern íbúa. Samtals 64km.
  3. Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) 268m á hvern íbúa. Samtals 257km.
  4. Húnaþing, Hvammstangi 184m á hvern íbúa. Samtals 102km
  5. Blönduós 166m á hvern íbúa. Samtals 132km.
  6. Dalvíkurbyggð 158m á hvern íbúa. Samtals 212km.
  7. Fjallabyggð 119m á hvern íbúa. Samtals 144km.
  8. Fjarðabyggð, Eskifjörður 116m á hvern íbúa. Samtals 124km.
  9. Stykkishólmur 115m á hvern íbúa. Samtals 134km. 
  10. Ölfus, Þorlákshöfn 95m á hvern íbúa. Samtals 124km.
* Úrslit voru reiknuð með því að deila syntum metrum á íbúafjölda sveitarfélagsins.

Meiri upplýsingar má finna hér.

 

Syndicate content